fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Þetta er algengasta ruslið í náttúru Íslands

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 4. maí 2020 12:12

Eyþór Eðvarðsson, Votlendissjóðurinn Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að plokka í frístundum er góð skemmtun. Plokk felst í því að týna upp rusl sem finnst fyrir á förnum vegi í göngu- eða hlaupatúrum. Margir gera þetta reglulega sér til dægrastyttingar, og fyrir umhverfið, og hefur verið stofnaður um áhugamálið Facebook-hópurinn Plokk á Íslandi. Fyrir rúmri viku var stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur og almenningur er orðinn meira meðvitaður um umhverfisvernd. Hins vegar ekki allir og því er enn nóg fyrir plokkara að plokka. En hvað er algengasta ruslið sem plokkarar plokka ?

Algengasta ruslið

Eyþór Eðvarðsson, stjórnarmaður og stofnandi Votlendissjóð beindi eftirfarandi fyrirspurn inn á hópinn í gær:

„Ég velti því fyrir mér eftir plokkdaginn hversu gríðarlega miklum árangri það myndi skila ef plasteyrnapinnar yrðu bannaði/hætt að selja og pappírseyrnapinnar kæmu í staðinn. En hvað er algengasta ruslið sem þið eruð að týna? Hvað er á topp fimm listanum?“

Ekki stóð á svörunum við fyrirspurn Eyþórs og báru flestir að algengast væri plastrusl af ýmsu tagi, þá einkum heyrúlluplast, sælgætisumbúðir og plasthanskar og svo einnig hvimleiðir fastagestir í náttúrunni, sígarettustubbar, tyggjóklessur og flugeldarusl.

  • „Heyrúlluplast, gosflöskur, nammiumbúðir, byggingarefni og plastyfirbreiðslur sem virðast fjúka af flutningabílum“
  • „Einangrunarplast og annað plast“
  • „Almennt myndi ég segja að sælgætis- og matvælaumbúðir séu algengastar a.m.k. í byggð“
  • Nammibréf og sígarettustubbar“
  • „Ég plokkaði tugi eyrnapinna úti í Gróttu. Þar voru að auki mikið af sígarettustubbum, alls konar umbúðir og slatti af frauðplasti (einangrunarplasti)“
  • „Sígarettustubbar og plasthanskar“
  • „Fer eftir svæðum. Það sem mér finnst hvimleiðast eru sígarettustubbar, flugeldarusl og tyggjóklessur – í þessari röð“
  • „Ég er að sjá mikla aukningu í nikótín munnpokum, taka við af sígarettustubbum“

Eyrnapinna-plága

Í samtali við DV segir Eyþór að eyrnapinnar væru mikil plága í náttúru Íslands.

„Já þessir eyrnapinnar eru plága, en þeir telja milljónir, en eru sem betur fer litlir. En þeir safnast saman þar sem þeir fljóta og reka að landi. Á Álftanesi, þar sem ég plokka helst, sést meira að segja í torfunum við fjöruna að þeir hafa verið að safnast saman í mörg ár. Þeir eru sjáanlegir í jarðlögum.“ 

Eyþór segir að svörin við fyrirspurn hans hafi komið nokkuð á óvart hversu margir svöruðu á sömu leið. „Eyrnapinnar eru algengir, sígarettustubbar sem margir virðast henda þegar þeir eru búnir að reykja sígarettuna. Það þyrfti að fara í vitundarvakningu um aðra valmöguleika eins og varðandi eyrnapinnana, því það eru til pappírs-eyrnapinnar. Sama gildir með sælgætisbréfin sem eru einnig út um allt. Sumu væri hægt að pakka inn með pappír eða öðru efni sem brotnar niður í umhverfinu.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er að sjálfsögðu í Plokk á Íslandi-hópnum, enda klárlega málefni sem heyrir undir hans ráðuneyti. Hann skrifaði athugasemd við færslu Eyþórs og benti þar á að í dag standi til að hann mæli fyrir frumvarpi þar sem til er lagt að setja hömlur á sölu eyrnapinna.

„Gaman að þú skulir nefna þetta með eyrnapinnana, en á morgun mæli ég fyrir frumvarpi á þingi þar sem ég legg meðal annars til að markaðssetning eyrnapinna úr plasti verði bönnuð“ 

Sömuleiðis mun frumvarpið líka taka til plaströra, plasthnífapara og jafnvel til plastskeiðanna sem fylgja með skyrdósum.

Málið er í eðli sínu grafalvarlegt

Eyþór er ánægður með frumvarpið. Það sé skref í þá átt að banna plast alfarið.

„Já frumvarpið er góð leið til að taka  á þessu. Sá tími mun koma á jörðinni að plast verður bannað og komandi kynslóðir munu spyrja okkur að því hvað við vorum að hugsa að fiskar, fuglar, hvalir og skordýr eru að borða plastið og örplastið er komið í okkur öll. Málið er því í eðli sínu grafalvarlegt og plokkið frábær nálgun á vandamálið og virkilega gaman að sjá hversu margir taka þátt og sýna ábyrgð.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“