Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun birtast á sjónvarpsskjám landsmanna kl. 19:45 annað kvöld og ávarpa þjóðina í tilefni fyrsta hluta afléttingar á samkomubanni sem hefst á miðnætti. Eftir þann tíma munu framhaldsskólar opna aftur og íþróttaæfingar verða leyfðar með vissum skilyrðum. Hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur, tannlæknastofur og ýmis önnur starfsemi sem krefst mannlegrar snertingar verður leyfð aftur að uppfylltum skilyrðum.
Hámarksfjöldi á samkomum fer úr 20 manns upp í 50. Frekari afléttingar á samkomuhömlum verða kynntar fyrir lok mánaðarins. Er talið líklegt líkamsræktarstöðvar og sundlaugar verið opnaðar þá ef allt gengur að óskum.
Ávarp Katrínar verður í Ríkissjónvarpinu.
RÚV greindi frá.