fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Hætta á áframhaldandi heimsóknabanni á EIR eftir COVID-19 tilfelli – „Maður var bara í sjokki hérna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. maí 2020 11:29

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætta er á því að heimsóknabann á hjúkrunarheimili EIR, sem staðið hefur í tæpa tvo mánuði, verði framlengt eftir að smit virtist koma upp á brota- og langlegudeild stofnunarinnar. Ekki var um að ræða íbúa heldur sjúkling frá Landspítala, sem við aðra mælingu reyndist þó ekki vera smitaður.

Hjúkrunarheimili EIR er að Hlíðarhúsum 7 í Reykjavík. Á fjórðu hæð heimilisins er rekin svokölluð brota- og endurhæfingardeild en þangað koma sjúklingar frá Landspítalanum. Atvikið sem um ræðir snertir sjúkling þaðan en ekki heimilismann á almennu hjúkrunardeildinni:

„Þetta kom ekki upp á almennri hjúkrunardeild heldur þessari brota- og endurhæfingardeild. Þetta var óljóst smit hjá einum sjúklingi frá Landspítalanum, sem var í endurhæfingu vegna brots. Það var mælt aftur og við þá mælingu reyndist sjúklingurinn ekki sýktur. Það var mikil eftirvænting eftir mælingu númer tvö, maður var bara í sjokki hérna,“ segir Sigurður Rúnar Sigurbjörnsson, forstjóri EIR.

Brugðist var við með því að setja alla deildina í sóttkví en það gildir ekki um almennu hjúkrunardeildina. Engu að síður gæti þetta leitt til þess að heimsóknabann á þá deild sem átti að aflétta næstkomandi mánudag, með miklum takmörkunum þó, verið framlengt.

„Við skoðum með stjórnvöldum hvernig á að tækla þetta og það verður tekin ákvörðun á morgun. En það er mjög líklegt að tekin verði þriðja mælingin á sjúklingnum í öryggisskyni. Við erum bara að vinna þetta með stjórnvöldum,“ segir Sigurður.

Send verður tilkynning til fjölmiðla um málið á morgun, sunnudag, þegar ákvörðun varðandi afléttingu heimsóknabanns liggur fyrir.

Aðstandandi heimilismanns á EIR fékk símtal frá deildarstjóra hjúkrunarheimilisins í gær þar sem honum var tilkynnt um að búið væri að framlengja heimsóknabannið vegna Covid-19 tilfellis á fjórðu hæðinni. Aðstandandinn varð fyrir miklum vonbrigðum og skrifar um málið í Facebook-hópnum „Verndum veika og aldraða“:

„Ég sem var fullur tilhlökkunar og búinn að panta tíma til að heimsækja ömmu mína, sem er reyndar og kannski sem betur fer á 3. hæðinni. Er auðvitað mjög vonsvikinn og vona að ég eigi eftir að fá tækifæri til að kveðja hana og eiga með henni einhverja stund áður en hún yfirgefur þennan heim.“

Sem fyrr segir verður ákvörðun um þetta tekin á morgun og þar hlýtur niðurstaða þriðju mælingarinnar á sjúklingnum að skipta sköpum.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims

Boðar grundvallarbreytingar á umgjörð elsta ríkisútvarps heims
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári

Framlag ríkisins til umdeilds listaverks hefur hækkað um 10 milljónir á einu ári