fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Eiga Íslendingar rétt á skaðabótum frá Kínverjum?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. maí 2020 09:05

Kjötmarkaðurinn í Wuhan í Kína er talinn hafa verið uppspretta kórónuveirufaraldursins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Þorgeir Eyjólfsson, fyrrverandi verkefnisstjóri hjá Seðlabankanum, og Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, telja líklegt að Íslendingar eigi rétt á skaðabótum frá Kínverjum vegna þeirra efnahagsáfalla sem þjóðin er að verða fyrir af völdum kórónuveirunnar. Í grein sem þeir rita í Morgunblaðið segir:

„Umræða erlendis um bótagreiðslur kínverskra stjórnvalda vegna þess tjóns sem faraldurinn hefur valdið þjóðum heims fer vaxandi. Að teknu tilliti til þess gríðarlega tjóns sem hlýst af völdum veirunnar á efnahag þjóðarinnar er mikilvægt að íslensk stjórnvöld gæti að stöðu landsins með þeim þjóðum sem hyggjast kanna rétt sinn gagnvart kínverskum stjórnvöldum. Frá Ástralíu berast fréttir um að yfirvöld leggi til að fram fari alþjóðleg rannsókn á uppruna og útbreiðslu COVID-19. Kínverjar hafa gefið í skyn að haldi yfirvöld í Ástralíu til streitu að kalla eftir alþjóðlegri athugun á faraldrinum komi til álita að beita landið efnahagsþvingunum. Framganga Kínverja í garð Ástrala má ekki verða til þess að íslensk stjórnvöld hafi ekki vilja til að huga að rétti þjóðarinnar gagnvart Kína.“

Þeir Þorgeir og Hrafn hafa áður stungið saman niður pennum um kórónuveirufaraldurinn. DV fjallaði um grein þeirra í Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum þar sem þeir svöruðu Morgunblaðsgrein kínverska sendiherrans á Íslandi og þeim staðhæfingum hans að óvíst væri að kórónuveiran væri upprunnin í Kína og að Kínverjar hefðu brugðist við faraldrinum af ábyrgð. Röktu þeir félagar atburðarás sem virðist vörðuð yfirhylmingum og þöggun kínverskra stjórnvalda í töluverðan tíma eftir að veirunnar varð vart þar í landi.

Í Morgunblaðsgreininni í dag fara þeir yfir það efnahagslega áfall sem Ísland er að verða fyrir af völdum faraldursins og segja þeir það vart eiga sér hliðstæðu í heiminum. Talið sé að ferðaþjónustan nái sér ekki á strik fyrr en árið 2022 og hrun hafi orðið í útflutningi á ferskum sjávarafurðum. Þá segir:

„Viðskiptaráðið telur að efnahagsáfallið sem nú dynur yfir vegna COVID-19 eigi engan sinn líka og spá samtökin tæplega 13% samdrætti landsframleiðslunnar á árinu að gefnum forsendum. Til samanburðar dróst landsframleiðslan saman um tæp 7% á árinu eftir hrun, þ.e. 2009. Í fjárhæðum gæti samdráttur landsframleiðslunnar í ár numið u.þ.b. 380 milljörðum. Verið var að kynna þriðja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar upp á 40 til 60 milljarða og verða þeir fleiri. Í mars var haft eftir fjármálaráðherra að halli ríkissjóðs gæti orðið 100 milljarðar króna á yfirstandandi ári. Nú tæpum tveimur mánuðum síðar er rætt um að hallinn geti orðið allt að 300 milljarðar.“

Greinarhöfundar hvetja stjórnvöld til að leita réttar Íslendinga hjá Kínverjum í bandalagi við aðrar þjóðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast