fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Starfsmaður Liverpool lést eftir baráttu við veiruna

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Smith, starfsmaður Liverpool er látinn eftir baráttu við kórónuveiruna. Smith hafði verið mikið veikur eftir að hafa fengið veiruna.

Smith lést fyrir helgi en hann vann á Anfield heimavelli Liverpool og var vinsæll í starfi.

Á meðan Smith háði baráttu við veiruna þá fékk hann skilaboð um gefast ekki upp frá Steven Gerrard. ,,Ég hef fengið orðsendingu um að þú sért í baráttu við veiruna, það er mikilvægt að berjast áfram. Þú þarft að koma heim til dætra þinna,“ sagði Gerrard í síðustu viku.

Smith hafði starfað fyrir Liverpool í 28 ár. ,,Pabbi minn gerði hluti fyrir fólk sem hann vildi aldrei fá til baka, ég var svo stolt af því að kalla hann pabba minn. Hann var minn besti vinur,“ sagði Megan Smith, dóttir hans.

,,Læknarnir geru sitt besta, pabbi var bara of þreyttur undir restina og þetta var barátta sem hann gat ekki unnið.“

Eftir andlát Smith hefur Jurgen Klopp haft samband við samstarfsfélaga hans á vellinum og sent samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona