fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Sandra Líf jarðsungin í dag – Reyndist börnum einstaklega vel

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Líf Long sem fannst látin í fjörunni á Álftanesi þriðjudaginn 14. apríl verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag. Þjóðin fylgdist í angist með leit björgunarsveita að Söndru sem hófst aðfaranótt laugardagsins 11. apríl, en ekkert hafði spurst til hennar síðan undir lok skírdags, þann 9. apríl. Bíll hennar fannst skammt frá Kasthúsastjörn laugardaginn 10. apríl.

Sandra var 26 ára gömul, fædd 2. nóvember 1993. Hún var einhleyp og barnlaus. Sandra stundaði nám í þjóðfræði við Háskóla Íslands og sinnti þjónustustörfum meðfram því. Starfaði hún meðal annars á kaffihúsi föður síns, hinum vinsæla stað, Café Mílanó. Faðir Söndru er Þórarinn Finnbogason, fæddur árið 1968, og móðir hennar er Lára Bergþóra Long, fædd 1969.

Sandra var Kópavogsbúi en eftir grunnskólapróf flutti hún með móðir sinni til Malmö í Svíþjóð þar sem hún lauk stúdentsprófi. Hún flutti aftur til Íslands árið 2017.

Í minningargrein í Morgunblaðinu í dag er vikið að því hvað Sandra Líf hafði gott lag á börnum og laðaði þau að sér, en þar skrifar Sigríður Heimisdóttir:

„Það er ótrúlega verðmætt að eiga að fólk sem elskar börnin okkar og sýnir þeim hlýju og skilning. Fáir treysta sér til að sjá um auma og skerta einstaklinga en það sýnir einstakt hjartalag og góðmennsku. Sandra vílaði ekki fyrir sér að sjá um öll börn, skert eða heilbrigð, og reyndist hún honum Baltasar mínum einstök stoð og stytta. Því gleymi ég aldrei.“

Fjölskylda Söndru þakkar Landsbjörgu, lögreglunni í Reykjavík og Hafnarfirði og öllum þeim sem tóku þátt í leitinni að Söndru. Í tilkynningu fjölskyldunnar til fjölmiðla segir: „Við höfum fundið fyrir stuðningi frá öllu landinu og þökkum fyrir blómin, kertin og fleira. Við skulum styrkja björgunarsveitirnar; við vitum aldrei hvenær við þurfum á þeim að halda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast