fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Segir frá harkalegum aðgerðum undirheima vegna COVID – „Auðvitað er erfiðara að brjótast inn og fjármagna neysluna“

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 25. apríl 2020 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fyllti í skarð Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns á upplýsingafundinum sem fór fram í dag. Víðir fékk langþráð frí eftir að hafa stýrt 54 upplýsingafundum í röð. Hann mun þó mæta aftur á morgun.

Sigríður var spurð út í heimilisofbeldi á tímum COVID-19 og hvort að það hefði aukist. Hún sagði að seinustu tölur sem hún hefði séð hefði bent til 10% aukningar.

„Seinustu tölur sem ég sá um heimilisofbeldi voru frá sautjánda apríl og þar var tíu prósenta fjölgun á þeim.“

„Síðan er okkur sagt að það sé aukin harka í fíkniefnaheiminum,“

Þá sagði Sigríður að aukin harka virtist vera að færast í undirheimana. Skortur á efnum væri minni en í nágrannalöndunum, en aukin framleiðsla væri án efa hafin hér á landi.

„Við erum ekki sátt með að verð á fíkniefnum hefur verið að hækka mikið í nágrannalöndunum, á meðan það stendur nokkurn veginn í stað hjá okkur. Það bendir til þess að framboðið sé nægilegt þrátt fyrir öll þessi stóru mál sem hafa komið upp. Það er áhyggjuefni og við höfum mikið velt því fyrir okkur.“

Sigríður sagði að vegna aðstæðna væri líklega erfiðara að brjótast inn í hús og fremja rán til að fjármagna neyslu og það gæti orsakað harðari innheimtuaðgerðir.

„Auðvitað er erfiðara að brjótast inn og fjármagna neysluna núna, þannig að það getur verið þess vegna innheimtur verði harkalegri.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast