fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Aðeins fjögur smit – „Við megum ekki hrósa happi of snemma“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. apríl 2020 14:15

Alma Möller, landlæknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við megum ekki hrósa happi of snemma,“ sagði Alma Möller á upplýsingafundi dagsins um COVID-19 en þar kynnti hún að aðeins fjögur smit hefðu greinst síðasta sólarhringinn, þrjú á höfuðborgarsvæðinu og eitt á Vestfjörðum. Vel á sjöunda hundrað sýna voru tekin.

Alma segir að faraldurinn sé á mikilli niðurleið en brýndi fyrir fólki að virða áfram takmarkanir samkomubanns enda geta hópsýkingar komið upp og mjög snúið er að fást við þær.

Ellefu liggja nú á Landspítala með sjúkdóminn og tveir eru á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Alls hafa 112 þurft innlögn frá upphafi faraldursins. Þrír eru í öndunarvél, allir á Landspítala.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði

Bensínsprengju kastað í hús í Hafnarfirði
Fréttir
Í gær

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram

Krafði leigjandann um himinháa upphæð eftir aðeins fimm mánaða leigutíma – Lagði engar sannanir fram