Paul Barber, stjórnarformaður Brighton segir að það hafi aldrei komið til umræðu hjá félögum í deildinni að blása tímabilið af.
Margir hafa óttast að það yrði gert vegna kórónuveirunnar, sérstaklega þeir sem tengjast Liverpool enda félagið nánast búið að vinna deildina í fyrsta sinn í 30 ár.
Félögin komust ekki að neinni niðurstöðu um dagsetningar á fundi á föstudag, en vilji er hjá öllum að reyna að klára mótið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.
Mörg félög vilja klára deildina fyrir 30 júní, þá renna samningar út við talsverðan fjölda af leikmönnum.
Ekki er líklegt að það takist að klára deildina fyrr þann tíma en talað er um að hefja deildina snemma í júní.
Félög gætu þá hafið æfingar um miðjan maí ef vel tekst að ná tökum á kórónuveirunni á Englandi.