fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Aldrei komið til umræðu að blása tímabilið af

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 19. apríl 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Barber, stjórnarformaður Brighton segir að það hafi aldrei komið til umræðu hjá félögum í deildinni að blása tímabilið af.

Margir hafa óttast að það yrði gert vegna kórónuveirunnar, sérstaklega þeir sem tengjast Liverpool enda félagið nánast búið að vinna deildina í fyrsta sinn í 30 ár.

Félögin komust ekki að neinni niðurstöðu um dagsetningar á fundi á föstudag, en vilji er hjá öllum að reyna að klára mótið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.

Mörg félög vilja klára deildina fyrir 30 júní, þá renna samningar út við talsverðan fjölda af leikmönnum.

Ekki er líklegt að það takist að klára deildina fyrr þann tíma en talað er um að hefja deildina snemma í júní.

Félög gætu þá hafið æfingar um miðjan maí ef vel tekst að ná tökum á kórónuveirunni á Englandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áhyggjuefni hjá Arsenal – Einn besti maður liðsins gæti verið frá næstu vikurnar

Áhyggjuefni hjá Arsenal – Einn besti maður liðsins gæti verið frá næstu vikurnar