Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea hefur sannfært leikmannahóp félagsins um að taka á sig launalækkun.
Leikmenn Chelsea taka á sig 10 prósenta launalækkun í fjóra mánuði, með þessu sparar Chelsea sér um 10 milljónir punda.
Azpilicueta hafði staðið í viðræðum við stjórn félagsins og hefur fengið samþykki frá leikmönnum.
Frank Lampard hefur lækkað laun sín um 25 prósent en félög á Englandi ræða nú við leikmenn um lækkun.
Arsenal er að ganga frá 12,5 prósenta lækkun við sína leikmenn en Manchester United ætlar ekki að fara fram á lækkun við sína leikmenn.