Faustino Asprilla, gerði það gott sem knattspyrnumaður í Evrópu á árum áður en í dag er hann að framleiða smokka í heimalandinu.
Asprilla er frá Kólumbíu en hann lék meðal annars með Newcastle og Parma í Evrópu og gerði það gott.
Frá 2012 hefur fyrirtæki í eigu Asprilla verið að framleiða smokka, vegna kórónuveirunnar má hann hins vegar ekki framleiða smokka þessa dagana.
Hann hefur ákveðið að gefa milljón smokka, og vill með því reyna að hjálpa fólki á erfiðum tímum.
Nú hefur Apsrilla keypt dróna sem fara með smokkana til þeirra sem hafa óskað eftir þeim, fljúgandi smokkar mæta því heim til fólks og það frítt.
,,Einangrun vegna kórónuveirunnar er ekki góð, ég á mikið af smokkum og ég vil að fólk hjálpi mér að nota þá. Það er mjög erfitt fyrir mig að nota þá alla,“ sagði Asprilla.