fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Í náttfötum sem kosta 450 þúsund krónur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. apríl 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo nýtur lífsins í Portúgal á meðan kórónuveiran gengur yfir. Hann fékk leyfi frá Juventus að dvelja þar á meðan ástandið er sem verst.

Það hefur ekki farið illa um Ronaldo sem dvelur í nýjasta húsinu sínu, Ronaldo lét byggja sjö hæða hús fyrir sig á eyjunni Madeira. Þar ólst Ronaldo upp. Húsið var klárað í fyrra en það tók fjögur ár að byggja það og gera það íbúðarhæft.

Húsið kostaði Ronaldo 1,2 milljarð en það er sjö hæða og hefur allan þann lúxus sem til þarf.

Fréttamenn voru hins vegar fyrir utan hús Ronaldo daglega og var hann og fjölskylda hans orðinn þreytt á því.

Ronaldo fór því út í sveit þar sem erfitt er að komast að fjölskyldunni. Hann birti mynd af sér í dag þar sem hann er í náttöfum af dýrari gerð.

Ensk blöð segja að fötin sem Ronaldo klæðist kosti 450 þúsund krónur, góð náttföt. Dior peysa og buxur og Givenchy bolur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert maður leiksins – Sjáðu laglegt mark hans í kvöld

Albert maður leiksins – Sjáðu laglegt mark hans í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra