Cristiano Ronaldo nýtur lífsins í Portúgal á meðan kórónuveiran gengur yfir. Hann fékk leyfi frá Juventus að dvelja þar á meðan ástandið er sem verst.
Það hefur ekki farið illa um Ronaldo sem dvelur í nýjasta húsinu sínu, Ronaldo lét byggja sjö hæða hús fyrir sig á eyjunni Madeira. Þar ólst Ronaldo upp. Húsið var klárað í fyrra en það tók fjögur ár að byggja það og gera það íbúðarhæft.
Húsið kostaði Ronaldo 1,2 milljarð en það er sjö hæða og hefur allan þann lúxus sem til þarf.
Fréttamenn voru hins vegar fyrir utan hús Ronaldo daglega og var hann og fjölskylda hans orðinn þreytt á því.
Ronaldo fór því út í sveit þar sem erfitt er að komast að fjölskyldunni. Hann birti mynd af sér í dag þar sem hann er í náttöfum af dýrari gerð.
Ensk blöð segja að fötin sem Ronaldo klæðist kosti 450 þúsund krónur, góð náttföt. Dior peysa og buxur og Givenchy bolur.