Enska úrvalsdeildin fundaði í dag en öll félög komu að fundinum, öll félög vilja klára mótið.
Félögin komust ekki að neinni niðurstöðu um dagsetningar en vilji er hjá öllum að reyna að klára mótið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu.
Mörg félög vilja klára deildina fyrir 30 júní, þá renna samningar út við talsverðan fjölda af leikmönnum.
Ekki er líklegt að það takist að klára deildina fyrr þann tíma en talað er um að hefja deildina snemma í júní.
Félög gætu þá hafið æfingar um miðjan maí ef vel tekst að ná tökum á kórónuveirunni á Englandi.