fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Sektaður um 8 milljónir fyrir að mæta ekki á Audi til vinnu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. apríl 2020 12:14

Coman á Laugardalsvelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kingsley Coman, leikmaður FC Bayern hefur verið sektaður um 8 milljónir fyrir að mæta til vinnu á McLaren 570S Spider bíl en ekki Audi.

Bayern er með stóran samning við Audi sem á rúm 8 prósent í félaginu, leikmenn verða að mæta á bíl frá Audi til æfinga.

Það er þó í lagi að mæta á VW, Bentley eða Porsche en það er með sömu eigendur í Þýskalandi.

Coman mætti hins vegar til æfingu í vikunni á McLaren 570S Spider, sem kostar vel yfir 30 milljónir.

Fyrir það hefur hann verið sektaður en Coman er 23 ára gamall, leikmenn Bayern verða að mæta á æfingasvæðið í bílum frá Audi.

Leikmennirnir geta átt aðra bíla en aðeins nota þá utan vinnutíma. Fleiri leikmenn Bayern hafa verið sektaðir á þessu tímabili og má nefna Philippe Coutinho sem dæmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“

Þetta hafði þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Vantaði eldhúsvaskinn til að henda fram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Úkraínu – Þrjár áhugaverðar breytingar og Hörður Björgvin byrjar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar

Ferguson tjáir sig um United og gengi liðsins – Hrósar sérstaklega einum leikmanni sem var keyptur í sumar