Borussia Dortmund hefur beðið um að fá Mason Greenwood frá Manchester United, þetta kom upp í viðræðum Manchester United við félagið vegna Jadon Sancho.
ESPN segir frá þessu en þessari hugmynd Dortmund var strax hafnað af stjórnarmönnum UNited.
Framherjinn ungi hefur verið öflugur á þessu tímabili og vill United ekki missa hann.
United er byrjað að setja kraft í það að fá Sancho frá Dortmund í sumar en kantmaðurinn vill burt frá Þýskalandi.
Sancho er tvítugur enskur landsliðsmaður en hann lék með Manchester City áður en hann hélt til Þýskalands.