Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur fundið ástina í örmum Árna Vilhjálmssonar, atvinnumanns í knattspyrnu. Sara er búsett í Þýskalandi og leikur með Wolfsburg.
Árni leikur í Úkraínu en samband þeirra er nýtilkomið. Sara verður þrítug seinna á þessu ári en Árni er fjórum árum yngri. Bæði léku með Breiðabliki áður en þau héldu í atvinnumennsku í fótbolta. Sara var áður í sambandi með sjúkraþjálfara Wolfsburg.
Árni var áður í sambandi með Ástrós Traustadóttur, hún gerði garðinn frægan í Allir geta dansað. Samband þeirraendaði undir lok síðasta árs en Árni fann ástina aftur hjá Söru. Sannkölluð boltaást.