Knattspyrnudeild Þórs og AK Pure Skin hafa undirritað samstarfssamning og er fyrirtækið nú einn af aðal styrktaraðilum knattspyrnudeildar.
AK Pure Skin er húðvörulína þróuð af þeim hjónum Kristbjörgu Jónasdóttur og Aroni Einari Gunnarssyni landsliðsfyrirliða og atvinnumanni í knattspyrnu, í samvinnu við Pharmarctica.
Óðinn Svan Óðinsson formaður knattspyrnudeildar Þórs var að vonum ánægður og sagði það gríðarlega jákvætt að fyrirtæki eins og AK Pure skin sjái sér fært að fara í samstarf við Þór á þessum furðulegu tímum.