Pierre-Emerick Aubameyang hefur áhuga á því að fara frá Arsenal í sumar, hann á aðeins ár eftir af samningi sínum.
Aubameyang gekk í raðir Arsenal fyrir rúmum tveimur árum og hefur raðað inn mörkum í London.
Nú segir Sport á Spáni frá því að Real Madrid hafi mikinn áhuga á að kaupa Aubameyang í sumar.
Hann gæti fengist á góðu verði og Real Madrid vantar brodd í sóknarleik sinn. Sóknarleikur Real Madrid hefur ekki náð flugi eftir að Cristiano Ronaldo fór.
Eden Hazard hefur ekki fundið taktinn og Zinedine Zidane vill lítið nota Gareth Bale.