Guðmundur Viðar Mete, fyrrum knattspyrnumaður er besti vinur Zlatan Ibrahimovic sem er einn frægasti knattspyrnumaður sögunnar.
Guðmundur og Zlatan ólust upp saman í Malmö og léku þar fótbolta saman, vinátta þeirra hefur haldið alla tíð.
Árið 2013 fékk Guðmundur skilaboð frá Zlatan, honum vantaði barnapíu til Parísar þar sem hann lék með PSG. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
„Ég var mest að hanga á æfingasvæðinu og hélt honum félagsskap. Ég hjálpaði honum með börnin og skutlaði þeim í skólann og var með strákunum ef hann þurfti að fara eitthvað,“ sagði Guðmundur Viðar við Fótbolta.net.
„Hann spurði ‘ertu til í að koma hingað og vera í þrjá mánuði, ég þarf smá aðstoð með krakkana?’ ég sagði bara ‘já’.“
Zlatan spilar í dag með AC Milan en hann hefur verið afar farsæll yfir feril sinn.