Antonio Rudiger, varnarmaður Chelsea hefur valið erfiðistu andstæðingana af ferli sínum. Hann setti saman draumalið með þeim leikmönnum.
Rudiger er þýskur varnarmaður sem hefur leikið með Chelsea síðustu ár. ,,Ég myndi velja Messi, sem þann besta frá upphafi,“ sagði Rudiger.
,,Er hann sá besti? Ég sá ekki Pele eða Maradona en fyrir mér er Messi sá besti.“
Fátt kemur á óvart í vali Rudiger en þá er val hans á Aaron Wan-Bissaka bakverði Manchester United, áhugavert.