Einn besti knattspyrnumaður allra tíma, Ronaldinho hefur mikið verið í fréttum eftir að hafa verið handtekinn í Paragvæ. Ronaldinho kom til landsins með falsað vegabréf.
Ronaldinho átti magnaðan feril með Barcelona en árið 2014 var hann mættur til Mexíkó og lék með Queretaro þar í landi.
Ronaldinho hefur verið þekktur fyrir það að skoða næturlífið reglulega og hann gerði það í Mexíkó.
,,Við áttum alltaf heimaleik á föstudegi, þannig er dagskráin í Mexíó. Eftir að leiknum lauk, þá fór Ronaldinho í einkaflugvél sína og fór til Cancun eða Playa del Carmen,“ sagði Patricio Rubio, samherji Ronaldinho í Mexíkó.
Cancun er þekktur staður fyrir þá sem hafa gaman af næturlífinu en Ronaldinho skilaði sér seint á æfingar.
,,Eftir leik á föstudegi þá var iðulega helgarfrí. Við komum allir á mánudegi en hann mætti ekki fyrr en á þriðjudegi. Ég sá hann aldrei á æfingu á mánudegi, hann var frábær leikmaður.“