Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United vildi ekki lengur vera fyrirliði félagsins en Sir Alex Ferguson tók það ekki í mál. Neville sagði frá þessu í viðtali við Sky Sports í dag, Neville var að glíma við meiðsli og vildi ekki halda fyrirliðabandinu.
,,Ég meiddist ári eftir að ég fékk bandið, mér fannst ég ekki vera til staðar sem fyrirliði,“ sagði Neville sem fékk bandið árið 2005.
,,Ég fór til Sir Alex á undirbúningstímabilinu, við vorum með marka sterka karaktera og ég sagðist ekki vilja vera fyrirliði. Hann tjáði mér að ég myndi halda helvítis bandinu. Hann tjáði mér að ég og Giggs myndum skipta þessu á milli okkar.“
Ferguson óttaðist átök í klefanum ef hann færi að gefa öðrum það. ,,Hann tjáði mér að ef Ronaldo tæki bandið, þá yrði Rooney vitlaus. Ef Vidic myndi fá það, þá yrði Ferdinand vitlaus.“
,,Við vorum lögreglumenn í klefanum, héldum öllu saman.“