fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Eggjum kastað í Vegan búðina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það blasti heldur viðbjóðsleg sjón við Sæunni Ingibjörg Marinósdóttur, framkvæmdastjóra Veganmat ehf. og Vegan búðarinnar, þegar hún opnaði verslunina í morgun. Einhver óprúttinn aðili hafði kastað eggjum í glugga verslunarinnar í nótt.

Í samtali við DV segir Sæunn ekki taka skemmdarverkinu persónulega.

„Ég skil ekki hvers vegna fólk er svona. Af hverju var ekki notast við tómata, þurfti skemmdarvargurinn endilega að nota egg, sem við stöndum hundrað prósent gegn? Þetta er ógeðslegt. Eggin eru storknuð á glerinu og það verður mikil vinna að ná þessu af,“ segir hún.

Það eru engar myndavélar fyrir utan Vegan búðina. „En við þurfum greinilega að endurskoða það,“ segir hún.

Skemmdarverkið hefur vakið mikla reiði grænkera innan Facebook-hópsins Vegan Ísland.  Sæunn deildi myndunum þar inni og skrifaði með:

„Þegar norminu er hnikað bregðast smásálirnar við […] Sorglega fyrirsjáanlegt.“

Þeir sem eru vegan neyta engra dýraafurða. Egg eru dýraafurð og er því litið á notkun eggja í árásinni sem sérstaklega kvikindislega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“

Vilhjálmur hneykslaður: Sjáðu hvað árið í fimleikum kostar í Reykjanesbæ – „Hverjir hafa efni á þessu?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”

Sara vaknaði með rottu upp í rúminu í nótt – „Ég er í andlegu áfalli”
Fréttir
Í gær

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“

Ræða endurkomu Jóns Ásgeirs sem risi á matvörumarkaðinum – „Hann teiknaði upp líkan“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar

Gagnrýnir aðgerðaleysi Ferðamálastofu vegna bílastæðavitleysunnar