Meistaraflokkar í knattspyrnu geta byrjað æfingar í fjögurra manna hópum þann 4 maí, þetta var opinberða í dag. Þá hefst aflétting á samkomubanni en íþróttaæfingar hafa verið bannaðar síðustu vikur, þremur til fjórum vikum síðar verður þetta samkomubann endurskoðað.
Félög geta því líklega ekki hafið eðlilegar æfingar fyrr en í lok maí og líklegt að boltinn á Íslandi fari ekki að rúlla fyrr en í fyrsta lagi seint í júní.
Guðni Bergsson formaður KSÍ, segir fréttirnar í dag góðar og vonast til að mótið sem hefjast átti í lok apríl fari af stað í júní.
„Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á að Íslandsmótið 2020 verði spilað á árinu 2020. Eins og staðan er í dag getum við alveg vænst þess að geta hafið mótið í júnímánuði og þá er bara spurning hvenær. Við vonumst eftir því að það gangi eftir en það þarf að koma betur í ljós,“ sagði Guðni við mbl.is i dag