fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Aska frá Íslandi setti allt á hliðina – Björgólfur og Eggert létu sig hverfa frá London

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 19:30

© Frétt ehf / Valgarður Gíslason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Fyrir tíu árum var óreiða í heimi íþrótta vegna ösku frá Íslandi,“ segir í frétt Daily Mail í dag, þar er rifjað upp að tíu ár séu frá því að Eyjafjallajökull fór að gjósa hér á landi. Gosið á Íslandi hafði áhrif um alla Evrópu, aska úr gosinu fór víða um, með þeim afleiðingum en meira en 100 þúsund flugferðum var aflýst.

Askan var fíngerð og hafði þau áhrif að flugvélar gátu ekki farið á loft, það var talið hættulegt að fljúga. Þetta hafði áhrif á flugumferð á Englandi í tæpan mánuð.

Mörg íþróttafélög voru í vandræðum  með að komast á áfangastað, Barcelona þurfti sem dæmi að ferðast þúsund kílómetra með rútu frá Barcelona til Mílanó, til að mæta Inter. Börsungar töpuðu 3-1, 14 klukkustunda rútuferðalag fór ekki vel í Lionel Messi og félaga.

Liverpool þurfti að ferðast í 24 klukkutíma til Madríd og tapa þar fyrir Atletico Madrid í Evrópudeildinni. Sam Allardyce gat ekki farið og hitt Robert Lewandowski til að sannfæra hann um að koma til Blackburn, kaup sem hefðu breytt miklu fyrir Blackburn.

Daily Mail rifjar svo upp að þetta öskuský hafi hafi komið á sama tíma og Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon voru að selja West Ham. Þeir félagar höfðu vakið mikla athygli eftir kaup sín á félaginu, fjármálahrunið um allan heim hafði áhrif á þeirra áætlanir með félagið.

,,Eftir að hafa farið í gegnum fjármálhrunið ári áður, þá var eldgosið síðasta stráið. Björgólfur afhenti David Sullivan og David Gold völdin af félaginu í maí. Eftir þetta öskuský þá létu Eggert og félagar sig hverfa,“ segir í frétt Daily Mail.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Madríd og Manchester líklegustu áfangastaðir spennandi leikmanns

Madríd og Manchester líklegustu áfangastaðir spennandi leikmanns
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool