John Terry og fleiri leikmenn Chelsea voru hágrátandi í búningsklefa félagsins árið 2007 þegar Jose Mourinho hætti hjá félaginu, í fyrra skiptið.
Steve Sidwell, fyrrum leikmaður Chelsea rifjar upp söguna af því þegar Mourinho hætti í september árið 2007.
,,Ég hef aldrei fundið svona spennu áður, hann var í veseni,“ sagði Sidwell um tímana þegar Mourinho var við það að hætta.
,,Það voru nokkrir leikir þar sem þú sást pressuna byggjast upp, leikmenn stóðu saman og stóðu með honum.“
,,Það var skrýtið þegar Mourinho mætti og var að kveðja, það mátti heyra saumnál detta. Það var eins og einhver hefði látið lífið.“
,,Þegar þú sérð sterka karaktera eins og Drogba, Lampard og Terry grátandi á gólfinu eða tárast. Þá verður þú líka örlítið meyr.“