Real Madrid hefur áhuga á að kaupa Sadio Mane í sumar ef marka má ensk götublöð. Ólíklegt er að Liverpool vilji selja hann.
Ensku blöðin segja hins vegar að Liverpool gæti horft til þess að fá Kylian Mbappe frá PSG til að fylla skarð hans.
Mbappe hefur reglulega verið orðaður við Liverpool en ljóst er að PSG setur háan verðmiða á kappann.
Mbappe hefur áhuga á að fara frá PSG en Real Madrid hefur einnig skoðað þann möguleika að kaupa hann.
Ensk blöð segja að Mane muni ekki setja neinu pressu á komast frá Liverpool, hann er sáttur í Bítlaborginni enda Liverpool eitt allra besta lið Evrópu.
Óvíst er hvernig félagaskiptaglugginn verður í sumar en mikil óvissa er í kringum fótboltann, vegna kórónuveirunnar.