Að sögn Helga Gunnarsson lögreglufulltrúa í Hafnarfirði hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur leit að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long, sem ekkert hefur spurst til síðan á fimmtudag, ekki borið árangur. Leitað hefur verið um Hafnarfjörð og nágrenni, meðal annars með þyrlu.
Sandra Líf fór frá vinkonu sinni um hálfsexleytið á skírdag, fimmtudag, og síðan hefur ekki spurst til hennar.
Bíl hennar fannst á Álftanesi um hádegi.
Að sögn Helga er leit að ljúka í bili og framundan er að skipuleggja áframhaldandi leit að Söndru Líf á morgun.
Sandra er grannvaxin, 172 sm á hæð og með mjög sítt, rauðleitt hár. Hún var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó. Sandra var með hálsklút (karrígulur og blettatígursmunstur) og með svartan og gráan klút/hárband í hárinu. Þess skal getið að Sandra er mjög áberandi rauðhærð.
Fram kemur í viðtali DV við náfrænku Söndru í morgun að hún stundar nám í þjóðfræði í Háskóla Íslands og starfar sem þjónn meðfram náminu. Hún er einhleyp og barnlaus. Að sögn frænkunnar er Sandra mjög ábyggileg og ekkert hafi amað að henni.