fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Hömlum verður aflétt í skrefum eftir 4. maí

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. apríl 2020 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega mun það koma í ljós í vikunni eftir páska hvernig aflétting á hömlum vegna COVID-19 verður háttað en samkomubann stendur til 4. maí. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að afléttingin verði í skrefum og muni taka langan tíma.

Aflétting aðgerða verður líklega á þriggja til fjögurra vikna fresti og halda áfram fram á sumar. Líklegt er að takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Engum núverandi hömlum verður aflétt fyrr en eftir 4. maí.

Þó að flestum hömlum verði aflétt í sumar er mikilvægt að fylgja ráðleggingum um handþvott, fjarlægð milli einstaklinga og fleiri slíkum ráðum út árið.

Ennfremur kom fram að búast megi við einhverjum hömlum á ferðum til og frá landinu. Segir Þórólfur að útfærslur á því verði kynntar síðar, en spurningar um þetta brenna mjög á ferðaþjónustunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“