Aðeins 14 greindust smitaðir af kórónuveirunni síðasta sólarhing og þarf að fara aftur til 10. mars til að finna svo fá smit á einum sólarhring. Fréttablaðið greinir frá en nákvæm tölfræði er á covid.is.
Athygli skal vakin á því að aðeins 510 sýni voru tekin en undanfarna daga hafa verið tekin 1500-2000 sýni.
40 einstaklingar eru nú á sjúkrahúsi með COVID-19 og 11 á gjörgæslu.