fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Gylfi og Jóhann Berg í hópi þeirra sem leggja til 700 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 12:00

Gylfi Þór Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa sett af stað góðgerðarsamtök sem eiga að styrkja, sjúkrahúsin í landinu í baráttu við kórónuveiruna. Með þessu stíga leikmenn stórt skref en þeir hafa nú þegar safnað 4 milljónum punda, samkvæmt enskum blöðum.

Leikmenn á Englandi ætla ekki að taka á sig launalækkun en með þessu láta þeir gott af sér leiða. Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool hefur farið fyrir verkefninu, en leikmenn voru ósáttir með hvernig félögin hafa pressað á þá að lækka laun sín.

,,Við viljum hjálpa eins og við getum, að peningarnir fari á réttan stað,“ sagði Marcus Rashford við BT Sport.

,,Þetta tók langan tíma og leikmenn ræddu málin, við töldum þetta vera bestu lausnina. Félögin styðja okkur, allir eru glaðir.“

Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson sem leika í deildinni, deildu báðir upplýsingum um þessa söfnun í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum