fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Ætlar þú að taka þátt í nýju bangsaáskoruninni? – „Svona til að halda geðheilsunni“

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Karitas, íbúi í vesturbæ, hefur ásamt börnunum sínum hengt upp regnboga úr silkipappír út í glugga. Það gerði hún til að stytta sér og börnunum sínum, Önnu og Elíasi, stundir á tímum sem þessum.

Hún birti mynd af verkinu á Facebook-hóp fyrir vesturbæinga við mjög góðar undirtektir, en færsla hennar fékk hátt í þrjúhundruð læk. Þar skoraði Auður á aðra að gera slíkt hið sama.

„Nágranninn sagði morgun að hún hefði vaknað við fuglasöng öðrum megin og regnboga hinum megin,“

Í samtali við DV sagði Auður að það væri gaman að geta farið í göngutúr með börnin og séð regnbogana, líkt og með bangsaáskorunina sem fjöldi landsmanna tóku þátt í á dögunum. Hún þekkir einhverja sem virðast ætla sér að taka þátt í áskoruninni, en Auður hefur gefið afgangin af sínum pappír svo fleiri geti tekið þátt.

„Það er gott að finna smá tíma í þetta verkefni, svona til að halda geðheilsunni.“ sagði Auður og hló.

Auður vill ekki að henni verði eignuð hugmyndin af regnboganum, en hún sá svona regnboga glugga á Instagram og ákvað að gera sjálf.

Auður segir að auðvelt sé að nálgast pappírin ódýrt í verslunum eins og Tiger og hvetur fólk til að gera samskonar, eða öðruvísi regnboga með börnunum sínum.

„Við mæðgurnar erum allavega spenntar að labba um og kikja hvort að það komi einhver viðbót við bangsana,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.