fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Fréttir

Grípa til frekari aðgerða á Vestfjörðum

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 5. apríl 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra gaf út tilkynningu í dag þar sem að greint var frá því að gripið yrði til sérstakra aðgerða á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík vegna COVID-19.

Þar verður öllum leik- og grunnskólum lokað. börn á forgangslistum sem eru í leikskóla, eða í fyrsta og öðrum bekk verða undanskilin því. Þá verður samkomubann miðað við fimm manns, en það á ekki við um stærri fjölskyldur sem búa á sama heimili. Einnig verður fjöldi viðskiptavina í verslunum takmarkaður.

„Í ljósi nýrra smitrakninga á norðanverðum Vestfjörðum hefur aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ákveðið að bregðast enn frekar við COVID-19 á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík með hertum aðgerðum, eins og hér greinir:
• Leik- og grunnskólum á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verði lokað frá og með morgundeginum 6. apríl 2020. Þó skulu börn á forgangslistum fá vistun á leikskólum og 1. og 2. bekkjum grunnskóla.
• Samkomubann verði miðað við 5 manns (þetta á þó ekki við um fjölskyldur sem búa á sama heimili).
• Fjöldi viðskiptavina í stærri verslunum (>150 fermetrar) sé að hámarki 30 á hverjum tíma.“

Þá er fólk frá Vestfjörðum einnig hvatt til þess að halda sig heima og bent á að hafa samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í síma 450 4500 eða á heilsuvera.is.

„Hvatt er til þess að fólk haldi sig heima, haldi samskiptafjarlægð, takmarki ferðir og fylgi leiðbeiningum yfirvalda.
Þeim vinnustöðum eða hópum sem telja sig þurfa undanþágu er bent á að sækja um slíkt hjá heilbrigðisráðuneytinu.
Fimm ný smit komu upp á síðasta sólarhring og tengjast þau öll norðanverðum Vestfjörðum. Smitrakning stendur yfir og beðið er niðurstöðu nokkurs fjölda sýna sem tekin hafa verið.
Ákvörðun aðgerðastjórnar frá 1. apríl sl. um hertar aðgerðir í Bolungarvík og Ísafirði eru enn í gildi. Rauði kross Íslands veitir fólki í sóttkví og einangrun aðstoð í síma 1717. Þessi ráðstöfun er tímabundin, ætluð til að hefta COVID-19 smit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“

Augnablikið þegar kafbáturinn féll saman – Eiginkonan: „Hvaða hvellur var þetta?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“

Íslenskur leigusali í miklum vanda og óttast um aleiguna – „Leigjandi minn er fíkill“
Fréttir
Í gær

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir

Fá ekki að hafa svalalokanir eins og nágrannarnir
Fréttir
Í gær

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur

Sala á Perlunni samþykkt – Greidd með 13 árlegum afborgunum og óljós ákvæði um mögulega frekari greiðslur
Fréttir
Í gær

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Í gær

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið
Fréttir
Í gær

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Í gær

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu

Innbrotið í King Kong: Afhjúpar meintan sökudólg og gefur honum tækifæri til að skila góssinu