fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Katrín Jakobsdóttir – „Sterkt alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. apríl 2020 19:30

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, vonar að sá lærdómur verði dreginn af baráttunni við kórónuveiruna, að efla þurfi alþjóðlegt samstarf um vá af slíku tagi. Á hinn bóginn vill hún að dregið verði úr hraðanum sem alheimsvæðingin býður upp á. Þetta kemur fram í Mannlífi í dag:

„Ég held að þetta muni vekja spurningar um það hvernig ákvarðanir eru teknar, til dæmis um lokun landamæra, sem og hvernig við erum í stakk búin þegar kemur að því að mæta svona heilbrigðisvá í alþjóðavæddum heimi þar sem hlutirnir ferðast á ógnarhraða á milli landa. Ég held að heimurinn verði enn þá meðvitaðri en ella um mikilvægi þess að það þurfi ekki bara að efla heilbrigðiskerfin heldur vísindi og rannsóknir á því sviði. Ég vona að þjóðir heims muni draga þann lærdóm að sterkt alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt til að mæta svona vá og svo held ég líka að þetta muni verða í sögulegu ljósi öðruvísi efnahagskreppa en við höfum áður séð af því að samdrátturinn í hagkerfinu er beinlínis að verða vegna ákvarðana sem við erum að taka til þess að bregðast við heilbrigðisvá. Kannski verður þetta líka til þess að minna okkur á hvað skiptir okkur raunverulegu máli í lífinu og draga aðeins úr hraðanum í því samhengi. Það er alltaf eitthvað jákvætt í öllum aðstæðum,“

segir Katrín.

Covid-19 hefur sett umræðuna um Evrópusambandið í annað samhengi en áður, en margir hafa fordæmt sambandið fyrir að brjóta gegn markmiði sínu um alþjóðlega samvinnu, þegar hvert ESB landið á fætur öðru lokaði landamærum sínum vegna veirunnar og sambandið sjálft setti á ferðabann. Ítalir hafa einnig gagnrýnt sambandið harðlega fyrir að rétta sér ekki hjálparhönd í ástandinu, auk þess sem fleiri hafa gagnrýnt það fyrir að bregðast of seint og illa við kórónaveirunni.

Sem kunnugt er þá er VG andvígt inngöngu Íslands í Evrópusambandið og telja verður að svo verði áfram, þó svo formaðurinn vilji styrkja alþjóðlegt samstarf gegn smitsjúkdómum, enda virðist engin vanþörf á.

Látin heyra það

Katrín ræðir einnig þá gagnrýni sem VG hefur fengið vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn, en tveir þingmenn VG studdu ekki meirihlutasamstarfið frá upphafi og hefur annar þeirra sagt sig úr flokknum og er nú óháður á þingi:

„Ég heyri þá gagnrýni og ég heyri alls konar gagnrýni. Auðvitað var þetta ríkisstjórnarsamstarf umdeild ákvörðun alveg frá byrjun en yfirgnæfandi meirihluti minna félaga samþykkti að fara í þessa ríkisstjórn. Fólkið mitt í hreyfingunni hefur bæði verið gagnrýnið en líka staðið þétt við bakið á manni þannig að ég hef í senn fengið bæði gagnrýni og mikinn stuðning sem er lýsandi fyrir mína hreyfingu. Þar liggur fólk ekki á sínum skoðunum og lætur mann alveg heyra það ef því finnst maður vera að fara eitthvað af leið,“

segir Katrín og metur það svo að samstarfið hafi verið árangursríkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“