fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Ósofinn Ingó Veðurguð mætti til leiks: „Maður átti hvergi heima, bjó bara í töskunni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég mætti og spilaði leik fyrir Selfoss án þess að hafa sofið,“ sagði Ingólfur Þórarinsson, oft kallaður Ingó Veðurguð þegar hann ræddi fótboltaferil sinn við hlaðvarpsþáttinn, Fantasy Gandálf.

Ingólfur var öflugur leikmaður en tónlistin tók fljótt yfir, hann reyndi þó að halda áfram í fótbolta en það með misgóðum árangri. Oft illa sofinn eftir brölt næturinnar, með gítarinn. Hann lék með uppeldisfélagi sínu á Selfossi en einnig með Fram og Víkingi í höfuðborginni.

Ingó rifjar upp sögu þar sem hann tók að sér tónleika, hann taldi að það væri stutt leið að fara til skemmta fólkinu sem bókaði hann.

,,Ég bókaði gigg á Freysnesi, ég hélt að þetta væri bara Grímsnes, Freysnes, Öndverðarnes. Þetta væri allt þarna, við vorum bara alltaf að spila rétt fyrir utan Selfoss. Þetta var aðeins betri greiðsla en fyrir gigg í Grímsnesi.“

,,Við tókum það, svo bara keyrt af stað. Góðir átta tímar fram og til baka, þetta er ekki alveg á Höfn í Hornafirði en ekki langt þar frá.“

Eftir næturbröltið fór Ingólfur í leik með Selfossi en sá var á Húsavík.

,,Það var leikur við Völsung, flogið þangað. Ég rétt skreið í rútuna og upp í flug. Svona var allur fótboltaferilinn minn, það var allt planað í kringum einhver gigg.“

,,Maður átti hvergi heima, bjó bara í töskunni. Bjó hjá mömmu og leigði herbergi hjá félaga, þetta var voða gaman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir

Ungur karlmaður lést fyrir framan móður sína – Átti að byrja í nýrri vinnu daginn eftir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum

Gefast upp ekki á Sancho þó hann sé ekki spenntur fyrir launapakknum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frá Birmingham til Rómar

Frá Birmingham til Rómar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“

Halldór spurður út í erfiðan mánuð og gagnrýnina – „Finnst þú ósanngjarn gagnvart hinum almenna Blika“
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal

Sjáðu athyglisvert atvik í gær – Stjörnur Liverpool virtust flissa að leikmanni Arsenal
433Sport
Í gær

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn

Högg fyrir Arsenal sem skoðar nú markaðinn