fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Ejub um sögu Jóns Þorgríms: „Eru ósannar“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þorgrímur Stefánsson, var í einkar áhugaverðu viðtali við Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net á dögunum. Jón átti farsælan feril sem knattspyrnumaður hér á landi.

Árið 2000 var hann í herbúðum Vals en yfirgaf liðið áður en tímabilið hófst, að sögn Jóns var það eftir slagsmál í æfingaferð félagsins við þjálfarann, Ejub Purisevic.

„Morguninn eftir kemur Ejub, hann er mjög skapstór líka og in your face týpa. Hann rífur í mig þegar við erum að koma upp á hótelið og ég segi honum að sleppa mér. Hann tekur þá fastar í hálsmálið á mér og ég segi: ‘Gaur, slepptu mér!’ Hann sleppti ekki svo ég endaði á að snúa hann niður og segja honum að hann hefði betur sleppt mér,“ sagði Jón.

Þessu hafnar Ejub alfarið og segir Jón Þorgrím ljúga. „Þessar sögur sem Jón Þorgrímur sagði um mig í viðtalinu eru ósannar,“ sagði Ejub við Fótbolta.net í dag.

„Ef ég hefði sem þjálfari hjá félagi á borð við Val eða öðru félagi gert alvarlega hluti eins og þessa hefði það líklega haft mjög miklar afleiðingar fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni

Halda því fram að hann vilji ganga burt frá sjö ára samningi – Hefur verið að skoða fasteignir með frúnni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref

38 ára gamall Vardy orðaður við mjög áhugavert skref