Manchester United er byrjað að ræða við Angel Gomes um nýjan samning á Old Trafford.
Enskir miðlar greina frá þessu en Gomes verður samningslaus næsta sumar og er á óskalista Chelsea.
Chelsea hefur skoðað það að fá Gomes á frjálsri sölu en United gerir mikið til að losna við þann áhuga.
Samkvæmt fregnum er United tilbúið að bjóða Gomes 30 þúsund pund á viku sem er góð launahækkun.
Gomes hefur ekki átt fast sæti á tímabilinu og hefur aðallega spilað leiki í Evrópudeildinni.