fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fréttir

Te og kaffi skellir í lás vegna COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. mars 2020 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur hjá kaffihúskeðjunni og kaffiframleiðslunni Te og kaffi ákáðu í morgun að loka öllum kaffihúsum keðjunnar frá og með morgundeginum. Starfsfólk fékk bréf um þetta upp úr klukkan 11 í morgun.

Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsanna, segir í samtali við DV að engum verði sagt upp störfum vegna þessa en sumir muni þurfa að fara í skert starfshlutfall. „Við verndum störfin og fólkið okkar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins henta okkur líka að ýmsu leyti,“ segir  Halldór.

Te og kaffi rekur alls níu kaffihús, flest á höfuðborgarsvæðinu.

Te og kaffi eftir birt eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

Kæru viðskiptavinir ♥️

höfum tekið þá erfiðu ákvörðun að loka öllum okkar kaffihúsum tímabundið vegna útbreiðslu Covid-19 í okkar samfélagi. Frá og með þriðjudeginum
24. Mars verða öll okkar kaffihús lokuð og þangað til við teljum óhætt að opna þau aftur.
Þetta
er ekki auðveld ákvörðun að taka en er fyrst og fremst tekin með velferð okkar starfsfólks og viðskiptavina að leiðarljósi.

Við munum aftur á móti halda kaffibrennslunni okkar gangandi og sjá til þess að hillur matvöruverslana verði áfram fullar af okkar frábæra kaffi og tei.

Þetta er tímabundið ástand. Við hlökkum til að sjá ykkar öll aftur þegar þetta er afstaðið.

Hugsið um ykkar nánustu ástvini, fylgið fyrirmælum yfirvalda og farið vel með ykkur ♥️

Starfsfólk Te & Kaffi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi

Kona á sextugsaldri handtekin með tug milljóna króna virði af kannabis eftir flug frá Íslandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða

Lítill hluti nemenda uppvís af því að reyna að senda miða á milli borða
Fréttir
Í gær

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið

Þrettán ára stúlka bjargaði sér frá árásarmanni með jiu-jitsu brögðum – Ökklabraut óbermið
Fréttir
Í gær

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“

Svikakvendi handtekið í Aþenu – Fatlaðir ferðalangar urðu strandaglópar á Íslandi – „Þetta var mjög freistandi“
Fréttir
Í gær

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp

Saka Festi um brot á sátt við Samkeppniseftirlitið og krefjast þess að fyrirtækið verið brotið upp
Fréttir
Í gær

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt

Sæþór nýr leiðtogi Sósíalistaflokksins segir reynt að rústa mannorði hans með fölsuðu kynferðisspjalli við ólögráða unglingspilt
Fréttir
Í gær

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur

Birta sex sögur af „svörtum sauðum“ hjá hinu opinbera sem allir fengu milljónir í skaðabætur
Fréttir
Í gær

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum

Tapsár sósíalisti tók ísskápinn sem hann gaf flokknum tilbaka eftir að hans fólk tapaði kosningunum