fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Svona lítur ein helsta hraðbrautin á Tenerife út í dag – „Mér líður skringilega og ástandið er súrrealískt,“ segir Íslendingur í útgöngubanni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. mars 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér líður eins og ég sé einn í heiminum,” segir Hannes Guðmundsson, Íslendingur búsettur á Tenerife, en hann tók þessa mynd er hann ók eftir hraðbraut rétt hjá bænum Adeje. Vegurinn er auður svo langt sem augað eygir en þarna er vanalega mikil umferð.

Útgöngubann stendur yfir á Tenerife og yfirvöld á öllum Kanaríeyjum hafa gripið til sömu aðgerða. Hannes er ekki frá því að honum hugnist þessar harkalegu aðgerðir betur en aðgerðir íslenskra sóttvarnayfirvalda þó að hann hafi ekki sterkar skoðanir á því enda enginn sérfræðingur. En hann bendir á að mun færri hafa verið greindir smitaðir af veirunni á Tenerife þar sem býr einn milljón manna en á Íslandi, eða tæplega 200 manns.

„Mér líður skringilega og ástandið er súrealískt. En við höfum það öll samt gott og okkur skortir ekkert. Nóg af mat til í búðum og veðrið gott,“ segir Hannes en hann býr með eiginkonu og tveimur unglingum á Tenerife. Fjölskyldan var í heimsókn á Íslandi fyrir skömmu en sneri til baka í nær tómri vél Norwegian þann 15. mars.

Útgöngubannið er ekki jafnbókstaflegt og orðið gefur til kynna en allar óþarfar ferðir eru bannaðar og skólar lokaðir. „Við megum fara út í búð, apótek, banka, eða til læknis. Einnig til vinnu. Svo mega þeir sem eiga hunda fara með þá út í gönguferð. Nú væri gott að eiga hund til að hafa afsökun til að fara gönguferð,“ segir Hannes léttur en að hans sögn væsir ekki um fjölskylduna í útgöngubanninu. Þau verji tíma sínum í iðju sem Íslendingar eru vanir í vondum veðrum. Horfi til dæmis mikið á Netflix og krakkarnir séu í tölvum.

„Leiðinlegt fyrir krakkana að hanga heima, en þau mega ekki fara í skólann né stunda íþróttir og mega ekki hitta neinn, hvorki vini né skólafélaga. Ég er að vinna í fjarvinnu og í sambandi við alla á Íslandi og les bækur þannig að mér leiðist ekki. Svo fylgist maður með öllum fréttum og horfir á alla stöðufundi vegna kórónuveirunnar. Við Íslendingar erum innipúkar og vanir að dunda okkur innanhúss.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst