fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Faraldurinn er í vexti en ekki mjög miklum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. mars 2020 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Faraldurinn er í vexti en ekki mjög miklum, en við erum á uppleið á kúrfunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi um COVID-19 í dag. Smitaðir eru nú orðnir 409 talsins og hafa greinst 79 smit síðasta sólarhring, sem er svipaður fjöldi og sólarhringinn þar á undan.

Sýnin á veirufræðideild Landspítalans eru 13% jákvæð en svörunin í skimun Íslenskrar erfðagreiningar er enn bara um 1%.

Veiran hefur greinst í sex landshlutum, 4166 eru í sóttkví en tæp 600 hafa losnað úr sóttkvínni. Um 9000 sýni hafa verið tekin.

Þórólfur sagði að vöxtur faraldurins væri í samræmi við þau líkön sem stuðst hefði verið við. Þær aðgerðir sem beitt hafi verið sýndu árangur og þeim yrði beitt áfram: Að greina snemma, setja í einangrun og setja í sóttkví. Þórólfur sagði að sóttkvíin væri mjög mikilvæg því um helmingur þeirra sem hefðu greinst með veiruna hefðu áður verið í sóttkví. Ef þeir hefðu ekki verið í sóttkví hefðu þeir getað verið að breiða út veiruna í samfélaginu.

Þórólfur sagði jafnframt vera mjög brýnt að sá sem fer í sýnatöku sé í sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatökunni liggur fyrir.

Nákvæm tölfræði um kórónuveirusmit er að finna á vefnum covid.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Í gær

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað