fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Notkun á Heilsuveru þrefaldast

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. mars 2020 12:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í 30 þúsund manns nota mínar síður á Heilsuveru (heilsuvera.is) á degi hverjum, en notkun á vefnum hefur þrefaldast á skömmum tíma í kjölfar COVID-19 faraldursins. Um 100 þúsund einstaklingar nýttu sér vefinn á 28 daga tímabili, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo.

Heilsuvera.is færir heilsugæslur landsins heim til fólks, en þar getur það bókað tíma, fengið ráðleggingar í gegnum netspjall eða endurnýjað lyfseðla. Þá er þar mikið magn af greinum um heilsusamleg málefni.

Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna Origo segir að notkun hafi vaxið afar hratt og því hafi verið ráðist í ákveðnar breytingar á hýsingarumhverfi vefjarins til að tryggja góðan svartíma. Aukið álag var farið að hafa áhrif á svartímann. Í kjölfar breytinga er svartíminn orðinn mjög góður, eða að meðaltali 0,3 sekúndur.

,,Okkur sýnist að þessar breytingar hafi skilað sér í mun betri svartíma og að Heilsuvera ráði vel við þetta aukna álag. Eitt af því sem olli álagi var stóraukin umferð á vefinn vegna einstaklinga sem voru að skoða niðurstöður úr skimun íslenskrar erfðagreiningar og má búast við að það verði eitthvað áfram,“ segir Guðjón og btir við að þrátt fyrir að svartími sé góður sé engu að síður sífellt verið að skoða leiðir til að tryggja að vefurinn ráði við enn meiri umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli