fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur gagnrýnir sóttvarnarlækni og spyr hvort nóg sé að gert – „Stenst ekki nokkra skoðun“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 19. mars 2020 12:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í ljósi þess að núna hafa greinst 330 manns með COVID 19 hér á landi þá er ég aðeins að klóra mér í hausnum yfir því sem sóttvarnarlæknir sagði á blaðamannafundi 26. febrúar en hann sagði að verstu sviðsmyndir væru að um 300 manns myndu smitast hér á landi,“

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ á Facebook í dag.

Hann vill að fjölmiðlar spyrji sóttvarnarlækni og landlækni gagnrýnna spurninga, en tekur fram að hann hafi ekki sérfræðiþekkingu á málefninu:

„Tek það skýrt fram að ég hef eðli málsins samkvæmt ekkert vit á þessu, en mér finnst eðlilegt að fjölmiðlar spyrji þetta ágæta fólk einnig gagnrýnna spurninga, því nú hefur sagan sýnt okkur að versta sviðmynd sem landlæknir teiknaði upp 26. febrúar stenst ekki nokkra skoðun. Ég vil einnig taka skýrt fram að ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta ágæta fólk er að gera sitt besta, en spurning, erum við að gera nóg!?“

Samkvæmt landlækni er talið að kórónaveirusmit nái hámarki í kringum 10. apríl.

Sjá einnig: Yfirlæknir spáir nærri þreföldun smita um næstu mánaðamót – „Við verðum í sameiningu að ná að stöðva þennan faraldur“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar