fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Kennari í Kvennaskólanum með COVID-19 – Var í samskiptum við fjölmarga nemendur eftir að hann sýktist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kennari við Kvennaskólann í Reykjavík hefur greinst með kórónuveirusmitt. Þetta staðfesti Hjalti Jón Sveinsson skólameistari í samtali við DV. Að sögn hans kenndi kennarinn í tvo daga með einkenni veirunnar.

Allir nemendur kennarans eru núna í heimasóttkví. Að sögn Hjalta Jóns er um annars stigs smit að ræða en kennarinn smitaðist af einhverjum sem hafði verið erlendis. Ekki gat Hjalti Jón sagt til um hvort sá sem smitaði manninn hefði verið í skíðaferð í Austurríki eða Ítalíu, sagðist hreinlega ekki vita það, en staðfesti að smit mannsins hefði verið rakið.

Nemendur umrædds kennara eru allir í heimasóttkví en þó ekki allir nemendur og starfsfólk skólans. Eins og flestir vita er ekki kennt í Kvennaskólanum í samkomubanni frekar en öðrum framhaldsskólum og skrifstofa skólans er lokuð.

Aðspurður sagði Hjalti Jón að enginn nemandi við skólann hefði fundið fyrir einkennum og enginn hefði verið greindur með veiruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna

Foreldar barna á Múlaborg stíga fram og segja kerfið hafa brugðist – Fyrsti grunur tilkynntur ári fyrir handtökuna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti

Rekstur veitingastaðar Tamilu og Jónsa endaði með ósköpum – Ásakanir um þjófnað, fals, meiðyrði, hótanir og ýjað að hjúskaparbroti
Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað

Þitt nafn bjargar lífi – Af hverju mannúðin getur sigrað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn

Biður um fjármagn svo lögreglan geti vaktað Alþingi allan sólarhringinn