fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Daði vekur heimsathygli – Lagið á alþjóðlegum vinsældarlista – „Tónlistin þín mun bjarga okkur frá kórónuveirunni“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. mars 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daði Freyr deildi skjáskoti á Twitter síðu sinni í gærkvöldi þar sem hann er í fimmta sæti á Global Viral 50 vinsældarlistanum á Spotify. „Hvað þýðir þetta?!?“ spurði Daði og fékk svar frá notanda sem útskýrir þetta fyrir honum.

„Hey, ég vinn hjá Spotify,“ sagði notandinn og hélt áfram. „Þetta þýðir að lagið þitt er það fimmta mest deilda í heiminum í dag! Síðan held ég líka að þetta þýðir að þú vinnir Eurovision, sama hvað gerist í kosningunum sjálfum.“ Það má því segja að Daði sé að vekja heimsathygli þar sem það kemst ekki hver sem er inn á þennan vinsældarlista. Þegar þessi frétt er skrifuð er Think About Things komið með tæplega tvær milljónir hlustana á Spotify. Þá hefur tónlistarmyndbandið fengið rúmlega 2,6 milljón áhorf á YouTube.

Fólk úr öllum áttum kepptust við að svara spurningu Daða líka. „Þetta þýðir að þú ert formlega orðinn að goðsögn,“ sagði einn notandi og fjöldinn allur sagði að þetta þýðir ekkert annað en að hann sé að fara að vinna Eurovision.

Þá fer umræðan undir tístinu einnig út í COVID-19, enda fátt annað á vörum heimsins um þessar mundir. „Þetta þýðir að það er verið að deila laginu þínu hraðar en COVID-19,“ sagði Steini nokkur. „Þetta þýðir greinilega að tónlistin þín mun bjarga okkur frá kórónuveirunni,“ sagði annar notandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð