fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Jack Hrafnkell kallar eftir aðgerðum fyrir öryrkja vegna COVID-19 og leggur þetta til

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. mars 2020 17:54

Jack Hrafnkell Daníelsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur ráðist í ýmsar skammtímaaðgerðir til að létta fyrirtækjum róðurinn í gegnum brotsjói COVID-19. Þannig verður fyrirtækjum sem lenda í tímabunrnum rekstrarörðugleikum veitt svigrúm til að fresta skilum á sköttum og opinberum gjöldum.

Jack Hrafnkell Daníelsson, sem heldur úti vefnum skandall.is, spyr hvar séu aðgerðir til að létta öryrkjum lífið í gegnum þá kreppu sem skollin er á.

Jack er reyndar með nákvæmar hugmyndir um hvað hann vill að ríkisvaldið geri og setur þær fram í opnu bréfi til ríkisstjórnarinnar. Jack vill þetta: „Fellið niður alla skatta af greiðslum úr almannatryggingum þannig að allar bætur almannatrygginga verði skattfrjálsar.“

Jack segir að þetta geti ekki kostað meira en ívilnanir sem ríkisstjórnin veitir fyrirtækjum. Hann skrifar:

„En fyrst ríkissjóður er allt í einu svo efnaður að það er hægt að fella niður tug ef ekki hundruð milljóna skatttekjur sem annars kæmu í ríkissjóð þá hlýtur að vera hægt að koma til móts við öryrkja og aldraða með mjög einföldum hætti.  Svo einföldum að meira að segja bæði ráðherrum og þingmönnum landsins ætti að vera það ljóst þrátt fyrir að vitið sé alla jafna ekki mikið að þvælast fyrir þeim, það þarf bara viljan til að framkvæma það og ætti ekki að taka meira en tvo til þrjá daga, mesta lagi viku ef rétt er að staðið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð