fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Færri greinast en áður – Fullkominn óþarfi að hamstra mat

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. mars 2020 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunarinnar er fullkomlega óþarft að hamstra mat. Nægar birgðir bæði af innlendum og erlendum mat eru í landinu. Hamstur í verslunum skapar óþarfa álag á starfsfólk verslana. Einnig hafa lyfjabirgðir verið auknar í landinu og er bæði óþarft og skaðlegt að læknar ávísi meiri lyfjum en þörf krefur.

Þetta kom fram á upplýsingafundi um COVID-veiruna í dag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kynntir nýjar tölur varðandi kórónusmit. Færri greindust með veiruna síðasta sólarhring en sólarhringana á undan og sagði Þórólfur að búast mætti við sveiflum í smitum. Alls hafa 128 greinst og eru enn langflest smit rakin til skíðasvæða í Ölpunum. Þó hafa fleiri lönd bæst í hópinn, Sviss, Danmörk, England (London) og Bandaríkin. Innanlandssmit eru 30 og þrjú smit hefur ekki verið hægt að rekja nákvæmlega. Órekjanlegum smitum mun fjölga eftir því sem faraldurinn breiðist út.

Tveir liggja á Landspítalanum með veiruna, ekki er vitað um líðan þeirra en þeir eru ekki á gjörgæslu.

Brögð eru að því að einstaklingar í sóttkví hafi pantað tíma í skimum fyrir veirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Er eindregið ráðið frá því vegna þess að neikvæð niðurstaða núna getur veitt falskt öryggi og viðkomandi verið kominn með veiruna síðar er hann finnur fyrir einkennum.

Upplýsingarvefurinn COVID.is hefur nú verið opnaður og hann geymir miklar upplýsingar fyrir almenning um veiruna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð