fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Leikskóli á Íslandi settur í sóttkví- „Í ljósi aðstæðna ætlum við ekki að taka neina sénsa“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 18:50

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikskólinn Akur í Reykjanesbæ verður í sóttkví næstu tvo daga. Er sóttkvíin vegna Nóróveiru en staðfest er að eitt barn er smitað af veirunni. Þá er einnig grunur á að annað barn sé smitað. RÚV greinir frá þessu.

Leikskólinn verður lokaður næstu tvo daga. Sigrún Gyða Matthíasdóttir, leikskólastýra á Akri, segir ákvörðunina um að loka leikskólanum hafa verið tekna í samráði við lækna og bæjaryfirvöld.

„Í ljósi aðstæðna ætluðum við ekki að taka neina sénsa á að hér fari smit að breiðast út. Það er að ganga bæði niðurgangur og uppköst í Reykjanesbæ og mörg börn hafa verið veik þannig við ætlum að loka núna og skólinn verður tekinn alveg fyrir og allir verða heima að jafna sig,“ sagði Sigrún en hún tekur einnig fram að börnin séu ekki mikið veik og að enginn hafi þurft að leggjast inn á sjúkrahús.

Leikskólinn verður hreinsaður af fagfólki á meðan hann er lokaður og eru foreldrar beðnir um að fylgjast vel með hvort einkenni Nóróveirunnar komi upp hjá börnum sínum. Einkennin eru meðal annars niðurgangur, uppköst, magapína og ógleði. Þá eru foreldrar einnig beðnir um að koma í veg fyrir að börnin hitti aðra nemendur leikskólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá