fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Fyrirtæki leigja skrifstofur til bráðabirgða til að dreifa áhættu vegna COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. mars 2020 18:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Regus er fyrirtæki sem rekur fjóra skrifstofukjarna. Fyrir­tækja­eig­endur hafa leitað til Regus og fengið skrif­stofu­að­gang til bráða­birgða. Þannig geta fyrir­tækin haldið á­fram rekstri og dreift á­hættu vegna CO­VID-19.

Fjallað er um þetta á vef Fréttablaðsins og rætt við eiganda Regus, Tómas Hilmar Ragnarsson.

Fyrir­tækja­eig­endur hafa leitað til Tómasar sem nú býður fyrir­tækjum hér á landi fram að­stoð sína vegna veirunnar. Tómas segir í sam­tali við Frétta­blaðið að hin ýmsu fyrir­tæki hafi gert samninga við Regus og þannig fengið að­gang að skrif­stofu­að­stöðu hjá Regus til bráða­birgða, í þeim til­gangi að fyrir­tækin geti haldið á­fram rekstri eins og ekkert hafi í skorist.

Tómas býður fyrir­tækjum að vera með hluta af rekstrinum hjá Regus, þannig sé starf­semin á tveimur stöðum og á­hættunni dreift. Ef ein starfstöð þarf að fara í sótt­kví getur hin haldið ó­trauð á­fram. Fyrir­tæki sem hafa leitað til Tómasar eru meðal annars fjár­mála- og þjónustu­fyrir­tæki sem þurfa að halda uppi starf­semi allan sólar­hringinn.

„Það er vitur­legt að dreifa á­hættu og halda uppi fullu þjónustu­stigi fyrir­tækja og stofnanna sama hvert verk­efnið er hverju sinni,“ segir Tómas og bætir við að hann búist við að fleiri fyrir­tæki komi sér upp að­stöðu hjá Regus. Hann bætir við: „Með því að setja upp tíma­bundið aðra starfs­stöð, fyrir hluta starfs­fólks, þá má minnka líkur á því að rof komi í þjónustu fyrir­tækja og stofnana. Þarna á ný­yrðið vel við að geyma ekki alla hananna og hænurnar í sömu körfunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá