fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Ótrúlegt myndband sem sýnir óða manninn á steypubílnum hlaupa undan lögreglunni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. mars 2020 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan var fyrr í dag að veita steypabíl eftirför sem ók á ofsahraða á móti umferð í Reykjavík. DV fékk sent áður óséð myndband þar sem sjá má eftirförina og lokin á eftirförinni en þá hleypur bílsstjórinn undan lögreglunni.

Eftirförin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og deildu margir myndböndum þar sem  sjá mátti steypubílinn aka á móti umferð á Sæbrautinni. Líkt og gefur að skilja þá var almenningur í talsverði hættu. Lögregla telur að steypubílnum hafi verið stolið af byggingasvæði. Vitni að atvikinu sögðust vera í áfalli á samfélagsmiðlum.

„Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk,“ sagði í tilkynningu frá lögreglu vegna málsins. „Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók meðal annars á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.“

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var steypubílnum stolið frá bygggingarsvæði við Vitastíg upp úr kl. 9 í morgun. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Að sögn lögreglu tókst að stöðva för mannsins sem stal bílnum.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem minnst er á ofar í fréttinni:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð