Jude Bellingham, leikmaður Birmingham City, er búinn að heimsækja æfingasvæði Manchester United. Hann mætti á svæðið í fyrradag og fundaði með mönnum.
Um er að ræða 16 ára gamlan strák sem mörg af stærstu liðum Evrópu hafa verið að fylgjast með. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, hefur áhuga á Beillingham sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér.
Dortmund, Barcelona og fleiri lið hafa einnig áhuga á að fá Beillingham. Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri félagsins var kallaður á skrifstofuna í fyrradag til að funda með Beillingham, United telur að Ferguson geti sannfært hann um að koma til félagsins.
Sky Sports segir að Beillingham hafi heillast af því sem forráðamenn United höfðu að segja og bjóða og að fundurinn með Ferguson hafi heillað hann.
Birmingham hefur samþykkt að leyfa Bellingham að ræða við önnur félög en hann fer líklega í sumar.